Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 27. október 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid reynt að losa sig við Hazard en án árangurs
Félög virðast ekki hafa áhuga á að fá Hazard
Félög virðast ekki hafa áhuga á að fá Hazard
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid hefur ítrekað reynt að finna nýtt félag fyrir Eden Hazard en þetta segir spænski blaðamaðurinn Mario Cortegana.

Real Madrid keypti Hazard fyrir metfé eða 146 milljónir evra og eðlilega miklar vonir bundnar við hann.

Á þessum þremur árum hefur hann aðeins spilað 72 leiki og komið að 18 mörkum.

Hazard, sem er 31 árs, hefur glímt við meiðsli á tíma sínum hjá Real Madrid og þá átt í erfiðleikum með að halda sér í formi.

Spænski blaðamaðurinn Mario Cortegana segir að félagið hafi ítrekað reynt að losa sig við hann en staðan er einfaldlega þannig að ekkert félag hefur áhuga á að fá hann.

Laun Hazard hjá Real Madrid eru talin vera í kringum 400 þúsund pund á viku. Það þykir því kannski eðlilegt að hann hafi ekki fengið tilboð frá öðrum félögum, enda fá félög sem eru reiðubúin að koma til móts við launakröfurnar. Samningur Hazard gildir til 2024 og má því gera fastlega ráð fyrir því að hann verði hjá félaginu út samninginn.

Hazard hefur spilað sex leiki á þessu tímabili í öllum keppnum og skorað 1 mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner