Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. nóvember 2019 13:25
Elvar Geir Magnússon
Enrique vildi ekki Moreno - „Hann sveik mig"
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique er formlega tekinn við spænska landsliðinu á nýjan leik en hann lét af störfum í sumar til að hjálpa dóttur sinni sem barðist við krabbamein. Dóttirin lést svo í ágúst.

Aðstoðarmaður hans Robert Moreno tók við liðinu og stýrði Spánverjum til sigurs í sínum riðli í undankeppni EM. Moreno brast í grát eftir 5-0 sigur á Rúmeníu fyrr í þessum mánuði en eftir þann leik fréttist að Enrique væri að snúa aftur.

Enrique vildi ekki halda Moreno í teymi sínu en hann útskýrði ástæðu þess á fréttamannafundi í dag.

„Ég vil helst halda mér frá svona málum en ég tel mig þurfa að koma með skýringu því þetta er aðili sem hefur starfað með mér í mörg ár," segir Enrique.

„Ég tók þá ákvörðun að halda Moreno ekki í mínu teymi. Það kastaðist í kekki milli okkar á fundi þann 12. september á heimili mínu. Við áttum hálftíma fund og ég skildi það þannig að hann vildi vera aðalþjálfari Spánar á EM næsta sumar og svo verða aðstoðarmaður minn aftur eftir mótið."

„Ég sýndi því skilning að hann er metnaðarfullur og vildi grípa tækifæri lífs síns. En ég tel líka að með þessu sé hann að svíkja mig," segir Enrique.

Á fréttamannafundinum sagðist Enrique svo vilja horfa til framtíðar en festa sig ekki í því sem er liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner