Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. nóvember 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Fylgdust með Alisson þegar hann var tvítugur
Alisson, markvörður Liverpool.
Alisson, markvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Alisson, markvörður Liverpool, segir að Napoli hafi reynt að fá sig áður en hann gekk í raðir enska félagsins frá Roma í fyrra.

Liverpool og Napoli mætast í Meistaradeildinni í kvöld.

„Napoli reyndi að fá mig. Forseti félagsins kom til mín en ef ég hefði farið til Napoli þá hefði það sett mig í erfiða stöðu á Ítalíu. Það er mikil keppni milli Roma og Ítalíu. Ég var ákveðinn í að fara til Luverpool," segir Alisson.

Þá opinberaði Alisson að Liverpool hefði fylgst með sér síðan 2013, þegar hann var tvítugur hjá Internacional í heimalandinu Brasilíu.

„Mér var sagt frá því 2013 að þjálfari frá Liverpool væri að fylgjast með mér," segir Alisson sem er 27 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner