Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. nóvember 2019 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Fjörugt jafntefli á Mestalla
Daniel Wass skoraði frábært mark.
Daniel Wass skoraði frábært mark.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í Meistaradeildinni. Leikið var í Valencia og í Rússlandi.

Artem Dzyuba kom Zenit yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skallaði hornspyrnu Douglas Santos í netið.

Lyon menn voru í tvígang nálægt því að jafna í 1-1 en það var Magomed Ozdoev sem innsiglaði sigur Zenit með marki á 84. mínútu. Skot hans fór í varnarmann og Anthony Lopes, í marki Lyon, átti ekki möguleika.

Fjör á Mestalla
Í Valencia á Spáni fengu heimamenn Chelsea í heimsókn. Liðin voru fyrir leikinn með sjö stig, ásamt Ajax, í efsta sæti riðilsins.

Carlos Soler kom Valencia yfir á 40. mínútu en innan við mínútu seinna jafnaði Mateo Kovacic metin fyrir Chelsea með sínu fyrsta marki fyrir félagið.

Christian Pulisic kom Chelsea yfir á 50. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teig Valencia. Markið var fyrst talið ólöglegt og lyfti aðstoðardómari leiksins flagginu og dæmdi rangstöðu. VAR sneri þeim dómi við og markið dæmt gott og gilt.

Um 10 mínútum seinna fékk Valencia vítaspyrnu en Dani Parejo brást bogalistin á vítapunktinum, Kepa Arrizabalaga varði vel. Á 82. mínútu skoraði Daniel Wass stórkostlegt jöfnunarmark fyrir heimamenn. Wass átti frábært skot í stöngina og inn, Kepa átti ekki möguleika.

Á 96. mínútu fékk Rodrigo Moreno eitt besta færi leiksins. Gaya átti fyrirgjöf á fjærstöngina. Rodrigo misreiknaði boltann eitthvað og hitti ekki boltann. 2-2 niðurstaðan í frábærum leik.

Zenit 2 - 0 Lyon
1-0 Artem Dzyuba ('42 )
2-0 Magomed Ozdoev ('84 )

Valencia 2 - 2 Chelsea
1-0 Carlos Soler ('40 )
1-1 Mateo Kovacic ('41 )
1-2 Christian Pulisic ('53 )
1-2 Daniel Parejo ('65 , Misnotað víti)
2-2 Daniel Wass ('82 )
Athugasemdir
banner
banner