Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. nóvember 2021 07:30
Victor Pálsson
Súr eftir fyrsta leikinn fyrir West Ham
Mynd: EPA
Sonny Perkins, leikmaður West Ham, var súr á svip eftir leik liðsins við Rapid Vienna í Evrópudeildinni í gær.

Perkins var að spila sinn fyrsta leik fyrir West Ham en hann er 17 ára gamall og þykir mikið efni. Hann kom inná sem varamaður er 13 mínútur v oru eftir.

David Moyes, stjóri West Ham, segir að Perkins hafi verið mjög vonsvikinn eftir lokaflautið en honum tókst ekki að skora í 2-0 sigri.

Perkins fékk gott skallafæri undir lok leiksins en mistókst að koma boltanum í netið sem skildi svolítið eftir sig.

Samkvæmt Moyes var Perkins mjög vonsvikinn með sjálfan sig sem segir kannski mikið um þennan efnilega strák.

„Hann var mjög vonsvikinn eftir leikinn, hann skoraði ekki úr skallafærinu," sagði Moyes eftir leikinn.

„Ég hef gefið 16 og 17 ára strákum þeirra fyrsta tækifæri áður og ef þeir halda áfram að standa sig jafnvel með varaliðinu þá fá þeir þessi tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner