Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. desember 2017 17:47
Elvar Geir Magnússon
Sagði Arnautovic að hann þyrfti að hlaupa
Eftir rólega byrjun hjá West Ham hefur Arnautovic ver magnaður í síðustu leikjum.
Eftir rólega byrjun hjá West Ham hefur Arnautovic ver magnaður í síðustu leikjum.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, hótaði að henda Marko Arnautovic á bekkinn til að koma honum í gang.

Austurríski framherjinn er kominn á skrið og hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum, þar af tvö í 3-3 jafntefli gegn Bournemouth í gær.

Moyes hrósar Arnautovic fyrir það hvernig hann hefur brugðist við þeirri hótun að hann yrði bekkjaður ef vinnusemi hans myndi ekki batna.

„Ég sagði honum einfaldlega að ef hann myndi ekki hlaupa þá væri hann ekki að fara að spila. Enginn efast um getu hans og hæfileika sem fótboltamaður. Hugarfarið verður að vera rétt," segir Moyes.

Moyes ætlar að styrkja miðju liðs síns í janúarglugganum en Hamrarnir eru stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner