Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. desember 2019 20:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Owen: Martial á það til að týnast
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial var í miklu stuði í gær þegar Manchester United hafði betur gegn Newcastle, 4-1.

Martial skoraði tvö mörk í sigrinum og var ekki langt frá því að ná þrennunni. Hann er búinn að skora sex mörk í 14 deildarleikjum það sem af er tímabili, Michael Owen sem lék meðal annars með Manchester United, Liverpool og Real Madrid á sínum ferli finnst vanta meiri stöðugleika í leik Martial.

„Ef við tölum um stöðugleika þá held ég að maður geti strax bent á Martial, ef Manchester United væri að berjast við toppinn held ég að hann yrði miklu stöðugri sem leikmaður og myndi oftar sýna sínar bestu hliðar."

„Þegar það koma erfiðir leikir þar sem þeir eru ekki með stjórnina nær Rashford oftast að halda sínu striki, ég held að (Mason) Greenwood yrði ekki heldur í vandræðum með það en þegar á móti blæs á Martial það til að týnast algjörlega," sagði Owen.

„Þegar hann er upp á sitt besta er hann frábær leikmaður," sagði Owen að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner