Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. desember 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Timo gaf ekki nóg með eða án boltans
Mynd: Getty Images
Timo Werner hefur ekki farið sérlega vel af stað hjá Chelsea, ekki frekar en samlandi sinn Kai Havertz. Þjóðverjarnir hafa aðeins verið hjá félaginu í hálft tímabil og var Werner í byrjunarliðinu í óvæntu 3-1 tapi gegn Arsenal í gær.

Werner lét ekki til sín taka og var skipt út í hálfleik. Frank Lampard var spurður út í Werner að leikslokum og gagnrýndi sóknarmanninn sinn.

„Sóknarmenn munu alltaf verða dæmdir af mörkunum sem þeir skora og það er eitthvað sem hann verður að bæta. Í dag gaf Timo okkur ekki nóg, hvorki með né án boltans, sagði Lampard að leikslokum.

„Við munum sjá hvort ég hvíli hann í næsta leik, hann virðist vera smá þreyttur. Ég segi alltaf að hann þarf meiri aðlögunartíma og það er satt."

Hinn 24 ára gamli Werner er aðeins búinn að skora fjögur mörk í fimmtán úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu. Hann er með samkeppni úr öllum áttum þar sem menn á borð við Tammy Abraham, Olivier Giroud, Christian Pulisic og Callum Hudson-Odoi eru allir í leit að föstu sæti í byrjunarliðinu.

„Hann er með gott hugarfar og ég finn ekki fyrir neinum pirringi þó það gangi ekki vel að skora. Hann er að koma sér í fínar stöður og góð færi, ef hann heldur áfram að gera það þá munu mörkin koma."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner