Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. desember 2020 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robertson: Þetta eru mikil vonbrigði
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þegar þú slakar á þá færðu það sem þú átt skilið. Þegar þú mætir liði Sam Allardyce þá veistu að þeir reyna að halda sér í leiknum og nýta eina færið sem þeir fá," sagði Robertson eftir leikinn.

„Við sköpuðum færi í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var eins og við vildum ekki gera það aftur. Við slökuðum. Hver einn í okkar liði gerði mistök í seinni hálfleiknum sem mega ekki gerast. West Brom á hrós skilið fyrir það hvernig þeir nálguðust seinni hálfleikinn."

„Þú veist að þeir munu reyna að pirra þig og sækja hratt. Við leyfðum þeim ekki að gera það í fyrri hálfleiknum en þeir fengu meira sjálfstraust eftir því sem leið á leikinn og því lengur sem staðan var 1-0. Við eigum að vera nægilega reyndir til að klára leikinn og byggja á 1-0 stöðunni... við eigum líka að vera nægilega miklir fagmenn til að klára leikinn 1-0. Þetta eru mikil vonbrigði en við reynum að komast yfir þetta."
Athugasemdir
banner