Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Höness: Gæti reynst ómögulegt að krækja í Xabi Alonso
Mynd: Getty Images
Uli Höness, stjórnarmaður hjá FC Bayern, býst ekki við því að það muni reynast auðvelt fyrir félagið að krækja í Xabi Alonso þjálfara Bayer Leverkusen næsta sumar.

Alonso hefur verið að gera stórkostlega hluti við stjórnvölinn hjá Leverkusen og er eftirsóttur af stærstu fótboltafélögum heims. FC Bayern er þar á meðal.

„Ég held að það verði mjög erfitt að krækja í Xabi Alonso, ef ekki ómögulegt," segir Höness, en Alonso á rúmlega tvö ár eftir af samningi sínum við Leverkusen.

„Ég get ímyndað mér að hann verði áfram hjá Bayer Leverkusen til að halda starfi sínu þar áfram."

Real Madrid og Liverpool eru einnig sögð vera á höttunum eftir Alonso, sem hefur ekki tjáð sig um framtíðaráform sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner