Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Betra að vera spáð neðarlega heldur en á toppnum"
Míló
Míló
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta kemur mér ekki á óvart, þetta er bara spá og ég held að okkur sé spáð neðarlega vegna þess að við erum lítið félag og það er erfiðara að fá leikmenn til okkar. Það er betra að vera spáð neðarlega heldur en á toppnum, það peppar okkur bara meira," sagði Slobodan Milisic, þegar hann var spurður út í viðbrögð við spánni í 2. deild.

Míló er þjálfari KF og er liðinu spáð 8. sæti í deildinni í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 8. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni? Er hún eitthvað öðruvísi en í fyrra?

„Mér finnst deildin bara verða sterkari með hverju ári og meira spennandi."

Hver eru markmið KF í sumar?

„Markmiðið okkar er taka einn leik í einu og reyna að ná í góð úrslit, svo sjáum við til hvert það skilar okkar. Markmiðið er ekki bara að halda okkur uppi."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Leikmannahópurinn er klár, nokkrir leikmenn eru ekki komnir en þeir eru á leiðinni."

Verður eitthvað öðruvísi að mæta Völsungi og Magna en öðrum liðum í sumar?

„Fyrir okkur er leikur bara leikur, það skiptir engu máli á móti hverjum við spilum," sagði Míló.
Athugasemdir
banner
banner
banner