Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 16:28
Elvar Geir Magnússon
Daniel Ek: Mér er full alvara
Daniel Ek vill kaupa Arsenal.
Daniel Ek vill kaupa Arsenal.
Mynd: Getty Images
Daniel Ek, stofnandi Spotify, segir að sér sé full alvara með því að vilja kaupa Arsenal. Hann segist hafa tryggt fjármagn til að kaupin gætu orðið að veruleika.

Eftir að spilaborg Ofurdeildarinnar féll þá sagðist Ek hafa áhuga á því að kaupa félagið. Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Patrick Vieira standa við bakið á honum, þrjár Arsenal goðsagnir.

„Mér er full alvara. Ég hef tryggt fjármagn í þetta og vil koma með gott tilboð til eigendanna, vonandi hlusta þeir. Ég býst ekki við því að þetta gerist á einni nóttu og ég er tilbúinn í að þetta verði löng vegferð," segir Ek sem er sænskur.

„Ég hef haldið með Arsenal síðan ég var átta ára. Arsenal er mitt lið. Ég elska söguna. Ég elska leikmennina og auðvitað elska ég stuðningsmennina."

Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke á 62,89% hlut í Arsenal en hann á ennig Los Angeles Rams í NFL-deildinni og Denver Nuggets í NBA-deildinni.

Sjá einnig:
Arteta hæstánægður með eigendur Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner