Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn telur að Viktor verði besti leikmaður deildarinnar
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir upphitunarþáttur Stöð 2 Sport fyrir Pepsi Max-deildina.

Þjálfarar liðanna 12 sem eru í deildinni voru spurðir að því hver yrði besti leikmaður Íslandsmótsins.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur trú á sínum manni.

„Það er ómögulegt að segja. Ég ætla að segja Viktor Karl Einarsson," sagði Óskar Hrafn.

Viktor er fjölhæfur miðjumaður sem hefur leikið með Blikum frá 2019 eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Hollandi og í Svíþjóð. Síðasta sumar spilaði hann 14 leiki í Pepsi Max-deild karla og skoraði fimm mörk.

Breiðablik var spáð öðru sæti í spá Fótbolta.net fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner