Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City 1 - 0 Birmingham
Coventry 1 - 1 Norwich
Watford 0 - 1 Blackburn
Wrexham 1 - 3 QPR
Oxford United 2 - 2 Leicester
West Brom 0 - 1 Derby County
Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
Sheff Wed 0 - 3 Bristol City
Swansea 2 - 2 Hull City
Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
FA Cup
Pickering Town 0 - 2 Runcorn Linnets
Fylde 4 - 1 Bamber Bridge
Telford United 3 - 1 Kidderminster
Totton 2 - 0 Torquay
Alvechurch 3 - 0 Leamington
Ashford United 0 - 3 Chatham
Ashton United 2 - 0 Scarborough Athletic
Bedford Town 1 - 1 Dagenham
Billericay 3 - 0 Berkhamsted
Bootle 1 - 3 Darlington
Bracknell 2 - 0 Tadley
Brixham 1 - 3 Dorchester
Burgess Hill Town 1 - 3 Farnham
Bury Town 1 - 1 Woodford Town
Buxton 3 - 0 Redditch United
Chasetown 0 - 0 Banbury United
Chelmsford 6 - 0 Hertford
Chertsey 2 - 3 Cray Valley
Chesham United 1 - 4 Kings Lynn Town
Coleshill Town 0 - 7 Hednesford Town
Congleton 0 - 1 Chorley
Curzon Ashton 4 - 1 Hebburn Town
Deal 2 - 1 Egham Town
Dorking Wanderers 7 - 2 Wingate and Finchley
Dunston UTS 1 - 0 Stocksbridge
Eastbourne Borough 4 - 0 Epsom
Ebbsfleet Utd 5 - 0 Ashford Town
Enfield FC 0 - 3 Enfield Town
Fareham 0 - 3 Sholing
Farnborough 4 - 1 Dover
FC United of Manchester 0 - 1 Chadderton
Gainsborough 2 - 1 Rushall Olympic
Gloucester City 1 - 2 Chippenham
Gosport Borough 0 - 3 Poole Town
Grimsby Borough 1 - 1 Halesowen Town
Hampton and Richmond 4 - 2 Croydon Athletic
Hanwell Town 0 - 1 Bedfont Sports
Harborough 3 - 2 Worksop Town
Hemel 4 - 1 Bishops Stortford
Hitchin Town 1 - 2 St Albans
Hungerford Town 3 - 0 Swindon Supermarine
Hyde 2 - 0 Whitby Town
Jersey Bulls 2 - 2 Worthing
Leiston 4 - 1 Hackney Wick
Macclesfield Town 3 - 0 Atherton R.
Maidenhead Utd 0 - 1 Faversham Town
Maldon and Tiptree 2 - 0 Stanway
Matlock Town 3 - 0 Carlton Town
Merthyr T 4 - 0 Torpoint
Morpeth Town 2 - 1 Witton Albion
Mulbarton Wanderers 0 - 0 Witham Town
Nantwich 3 - 1 Trafford
Needham Market 4 - 2 Eynesbury
Newcastle Blue Star 0 - 2 Marine
Peterborough Sports 2 - 1 Hornchurch
Quorn 2 - 1 Kettering
Racing Club Warwick 3 - 3 Evesham United
Radcliffe Boro 1 - 1 Southport
Royston Town 1 - 0 Brentwood Town
Salisbury 4 - 1 Laverstock and Ford
Shaftesbury Town 1 - 1 Frome Town
Shepshed 0 - 2 Stamford
South Shields 2 - 1 Guiseley
Spalding United 3 - 0 Alfreton Town
Sporting Khalsa 1 - 2 Hereford
Stalybridge 1 - 2 Chester
Steyning Town 2 - 2 Tonbridge Angels
Sudbury 1 - 2 Aveley FC
Sutton Coldfield Town 3 - 1 Stourbridge
Taunton Town 1 - 1 Weston-super-Mare
Tower Hamlets 0 - 2 Flackwell
Waltham Abbey 2 - 0 Gorleston
Welling Town 1 - 1 Slough Town
West Auckland Town 0 - 1 Spennymoor Town
Westbury United 3 - 2 Oxford City
Westfields 2 - 2 Horsham
Whitehawk 0 - 2 Walton-Hersham
Whitstable Town 1 - 1 Chichester
Wimborne Town 2 - 1 Bath
Úrvalsdeildin
Fulham 1 - 0 Leeds
Everton 0 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 0 - 0 Sunderland
Brentford 2 - 2 Chelsea
West Ham 0 - 3 Tottenham
Bournemouth 2 - 1 Brighton
Newcastle 1 - 0 Wolves
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Bundesligan
Freiburg 3 - 1 Stuttgart
Union Berlin 2 - 4 Hoffenheim
Mainz 0 - 1 RB Leipzig
Wolfsburg 3 - 3 Köln
Heidenheim 0 - 2 Dortmund
Bayern 5 - 0 Hamburger
Frauen
Nurnberg W 1 - 4 Werder W
Essen W 0 - 0 Hamburger W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari 2 - 0 Parma
Juventus 4 - 3 Inter
Fiorentina 1 - 3 Napoli
Eliteserien
SK Brann 3 - 2 Valerenga
Molde 1 - 2 Fredrikstad
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 2 Roa W
Stabek W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi 1 - 1 Lokomotiv
Dinamo 2 - 2 Spartak
FK Krasnodar 2 - 1 Akron
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Athletic 0 - 1 Alaves
Getafe 2 - 0 Oviedo
Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
Atletico Madrid 2 - 0 Villarreal
Damallsvenskan - Women
Alingsas W 0 - 1 Vittsjo W
Hammarby W 3 - 0 Linkoping W
Kristianstads W 2 - 1 Vaxjo W
Elitettan - Women
Gamla Upsala W 1 - 1 Jitex W
Mallbacken W 0 - 1 Team TG W
Orebro SK W 0 - 1 Elfsborg W
Trelleborg W 0 - 0 KIF Orebro W
Umea W 2 - 2 Hacken-2 W
Uppsala W 6 - 0 Bollstanas W
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
mán 26.apr 2021 15:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Breiðablik

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik hafni í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Blikar enda í öðru sæti ef spáin rætist.

Jason Daði kom frá Aftureldingu.
Jason Daði kom frá Aftureldingu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson er mættur aftur.
Árni Vilhjálmsson er mættur aftur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd/Hulda Margrét
Mynd/Hulda Margrét
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Spáin:
1. Valur
2. Breiðablik 109 stig
3. FH 98 stig
4. KR 91 stig
5. KA 78 stig
6. Stjarnan 69 stig
7. Víkingur 57 stig
8. Fylkir 56 stig
9. HK 40 stig
10. Keflavík 28 stig
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Breiðablik hafnaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og hlaut Evrópusæti. Árin tvö þar á undan hafði liðið hafnað í öðru sæti. Blikar hafa verið að gæla við toppinn á deildinni og margir stuðningsmenn sem trúa því að þetta gæti verið árið þeirra.



Þjálfari - Óskar Hrafn Þorvaldsson: Er með skýra hugmyndafræði um hvernig fótbolta hans lið eiga að spila og feikilega mikinn metnað. Tók við Breiðabliksliðinu fyrir síðasta tímabil eftir að hafa náð mögnuðum árangri sem þjálfari Gróttu. Við hlið hans er aðstoðarmaðurinn Halldór Árnason sem var einnig með honum á Seltjarnarnesinu.

Styrkleikar: Á öðru ári ætti handbragð Óskars að sjást enn betur á liðinu og stöðugleikinn að verða meiri. Það er búið að slípa spilið saman frá aftasta manni fram til þess fremsta og liðið leikur áhorfendavænan bolta. Gengi Blika á undirbúningstímabilinu hefur verið afskaplega gott, besta liðið í aðdraganda mótsins og sjálfstraustið mikið. Liðið er með marga gæðaleikmenn og ýmsir sem geta gert gæfumuninn.

Veikleikar: Breiðablik er ekki með sama fjölda af leikmönnum sem hafa reynslu af því að lyfta bikurum eins og keppinautar þeirra í deildinni. Liðið þarf að ná í fleiri stig í innbyrðis toppbaráttuleikjum en það gerði í fyrra. Hvernig er sterkasta varnarlínan hjá Blikum, varnarleikurinn er smá spurningamerki.

Lykilmenn: Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen. Gísli var valinn besti leikmaður undirbúningstímabilsins í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Leikmaður sem bindur saman miðju Blikaliðsins. Thomas Mikkelsen er alvöru markaskorari og afskaplega skeinuhættur upp við mark andstæðingana. Blikar eru með fleiri ógnandi sóknarmenn og spennandi verður að sjá hvernig Árni Vilhjálmsson og Jason Daði Svanþórsson koma út.

Fantabrögð mæla með í Draumaliðsdeild Eyjabita:
Hvaða áhrif hefur Árni Vill á Thomas Mikkelsen? Verða þeir saman frammi eða fer Mikkelsen út á vinstri kant eins og hann gerði stundum í fyrra? Ef svo er verður Árni Vill virkilega áhugaverður. Við ætlum að veðja á að það gerist og að hann muni mæta í þessa deild með miklum látum.
Smelltu hér til að fara í Draumaliðsdeild Eyjabita

Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með:
Róbert Orri Þorkelsson er varnarmaður fæddur árið 2002 sem gekk til liðs við Breiðablik árið 2020 eftir að hafa komið frá Aftureldingu. Róbert spilaði mikið sem hafsent á síðasta tímabili en hann getur einnig spilað vinstri bakvörð. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru tólf félög erlendis sem höfðu áhuga á miðverðinum unga í lok árs 2020. Róbert var hluti af U21 liði Íslands sem spilaði á EM en Róbert byrjaði tvo leiki á því móti. Þetta er algjör nútíma hafsent sem er góður í löppunum sem hægt er að spila á og er hann þekktur fyrir frábærar langar sendingar úr vörninni. Blikar eru með vel mannaða vörn en undirritaður trúir ekki öðru en Róbert muni leika lykilhlutverki í sumar.

Spurningarnar: Ná Blikar að koma á flugi inn í mótið og leggja KR á sunnudaginn? Hvað skorar Thomas Mikkelsen mörg? Hvernig mun Árni lita deildina?

Völlurinn: Þriðja tímabil Breiðabliks á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Stúkan tekur 1.700 áhorfendur í sæti og félagið hefur staðið sig vel í að gera flotta umgjörð í kringum leiki liðsins.

„Við erum nú búnir að æfa og spila lengur saman og þannig orðnir enn betri í því sem við gerum"



Fyrirliðinn segir - Höskuldur Gunnlaugsson
„Þessi spá kemur ekki á óvart nei, ætli hún sé ekki bara ágætlega raunhæf. Við viljum byrja á því að gera betur en við gerðum í fyrra: Byggja ofan á það sem við gerðum vel og draga úr því sem var síður, þá finnst mér við vera orðnir kandídatar í alvöru titilbaráttu. Mér finnst við betri en í fyrra, sérstaklega að því leytinu að við erum nú búnir að æfa og spila lengur saman og þannig orðnir enn betri í því sem við gerum. Það hafa sterkir menn bæst í hópinn, karakterar með mikla reynslu í bland við unga og áræðna stráka, en vissulega höfum við líka misst góða menn."

Komnir
Árni Vilhjálmsson frá Úkraínu
Davíð Örn Atlason frá Víkingi R.
Finnur Orri Margeirsson frá KR
Jason Daði Svanþórsson frá Aftureldingu

Farnir
Brynjólfur Andersen Willumsson til Kristiansund
Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV
Gunnleifur Gunnleifsson hættur
Karl Friðleifur Gunnarsson í Víking R. á láni

Fyrstu fimm leikir Breiðabliks:
2. maí Breiðablik - KR
8. maí Leiknir - Breiðablik
13. maí Breiðablik - Keflavík
16. maí Víkingur - Breiðablik
21. maí Breiðablik - Stjarnan

Sjá einnig:
Hin hliðin - Viktor Örn Margeirsson
Hin hliðin - Davíð Ingvarsson

Leikmenn Breiðabliks:
1 - Anton Ari Einarsson (m)
3 - Oliver Sigurjónsson
4 - Damir Muminovic
5 - Elfar Freyr Helgason
6 - Alexander Helgi Sigurðarson
7 - Höskuldur Gunnlaugsson
8 - Viktor Karl Einarsson
9 - Thomas Mikkelsen
10 - Árni Vilhjálmsson
11 - Gísli Eyjólfsson
12 - Brynjar Atli Bragason
13 - Anton Logi Lúðvíksson
14 - Jason Daði Svanþórsson
16 - Róbert Orri Þorkelsson
17 - Atli Hrafn Andrason
18 - Finnur Orri Margeirsson
20 - Kristinn Steindórsson
21 - Viktor Örn Margeirsson
23 - Stefán Ingi Sigurðarson
24 - Davíð Örn Atlason
25 - Davíð Ingvarsson
29 - Arnar Númi Gíslason
30 - Andri Yeoman
31 - Benedikt V. Warén

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir