Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. maí 2021 11:11
Elvar Geir Magnússon
Rashford spjallaði við Obama forseta í morgun
Obama og Rashford.
Obama og Rashford.
Mynd: BBC
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, spjallaði við Barack Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, í gegnum fjarfundarbúnað í morgun.

Þeir ræddu um það hvernig ungt fólk getur haft áhrif á samfélagið.

Rashford er 23 ára og hefur barist fyrir því að börn sem koma frá fátækum fjölskyldum fái mat í skólanum. Hann hefur haft mikil áhrif á Bretlandseyjum og verið verðlaunaður fyrir baráttu sína. Þá hefur hann stofnað sérstakan lestrarklúbb til að stuðla að lestri barna.

„Ég hitti mikið af ungu fólki sem er langt á undan mér þegar ég var á þeirra aldri, Marcus er einn af þeim," segir Obama.

Rashford og Obama spjölluðu einnig um sameiginlega reynslu sína en báður voru þeir aldir upp af einstæðum mæðrum.

Rashford segir að það hafi verið nokkuð súrrealískt að sitja í eldhúsinu heima hjá sér og spjalla við 44. forseta Bandaríkjanna.

„Hann lét mér samt strax vera afslappaður. Ég naut hverrar mínútu. Þegar Obama forseti talar þá viltu bara hlusta," segir Rashford.


Athugasemdir
banner