Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júní 2018 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eiga ekki skilið að spila fyrir landslið okkar"
Berti Vogts.
Berti Vogts.
Mynd: Getty Images
Gamli skólinn hefur talað. Berti Vogts, fyrrum landsliðsþjálfari og landsliðsmaður Þýskalands, er verulega ósáttur eftir að Þýskaland féll úr leik á HM í Rússlandi.

Þjóðverjar komu til Rússlands sem ríkjandi meistarar en olli miklum vonbrigðum og féll úr leik í riðlakeppninni. Þýskaland tapaði 2-0 fyrir Suður-Kóreu í lokaleik sínum í riðlakeppninni og er þar með úr leik.

Vogt sem stýrði þýska landsliðinu frá 1990 til 1998 hafði þetta að segja um tapið:

„Nokkrir leikmannanna eiga ekki skilið að spila fyrir landslið okkar og ég geri ráð fyrir því að þeir verði ekki valdir aftur," sagði hinn 71 árs gamli Vogts í samtali við Eurosport.

„Þetta var ekki verðugt þýskt lið. Þeir sýndu engan vilja, allt var rosalega hægt."

Búist er við því að Joachim Löw verði áfram landsliðsþjálfari þrátt fyrir þessa niðurstöðu og Vogts treystir honum áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner