
„Við höfum æft okkur í að róa okkur á boltanum og reyna að spila einfalt. Mér fannst við gera það miklu betur í þessum leik en síðast," sagði Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur eftir 4 - 1 heimasigur gegn Víkingi í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 1 Víkingur R.
Keflavík skoraði tvö mörk í lok fyrri hálfleiks og var því 2 - 0 yfir í hálfleik.
„Það er þægilegt að fara inn í hálfleik með svona forskot en á sama tíma má kalla þetta hættulegasta forskot fótboltans, að vera 2 -0 yfir," sagði Natasha.
„Við fengum svo mark beint í andlitið en rifum okkur í gang með tveimur mörkum," sagði Natasha en lið Víkings var mikið betra í seinni hálfleik.
„Já, þær pressuðu okkur og voru rosalega duglegar. Ég gef þeim það."
Nánar er rætt við Natasha í sjónvarpinu að ofan en hún segist vera á leið norður um verslunarmannahelgina að njóta.
Athugasemdir