Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. ágúst 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo?
Ronaldo var auðvitað númer sjö síðast.
Ronaldo var auðvitað númer sjö síðast.
Mynd: Getty Images
Ronaldo mætir aftur á Old Trafford.
Ronaldo mætir aftur á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt um það í gær að Cristiano Ronaldo væri að ganga aftur í raðir Manchester United.

Ronaldo verður í Portúgal út landsleikjagluggann og fer svo til Manchester. Hann mun mögulega spila sinn fyrsta leik í endurkomunni gegn Newcastle United á Old Trafford 11. september.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Ballon d’Or gullknöttinn og er með yfir 30 stóra titla á ferilskrá sinni. Þar á meðal eru fimm sigrar í Meistaradeild Evrópu, fjórir heimsmeistaratitlar félagsliða, sjö deildarmeistaratitlar á Englandi, Spáni og Ítalíu, og Evrópumeistaratititill með Portúgal.

Síðast þegar hann lék fyrir Manchester United skoraði hann 118 mörk í 292 leikjum.

Núna eru miklar vangaveltur um það hvaða númer Ronaldo mun hafa á bakinu. Hann hefur mest verið númer sjö á sínum ferli og var það síðast hjá Man Utd. Vörumerki hans er CR7.

Treyja númer sjö hjá Man Utd er hins vegar í notkun núna; Edinson Cavani er með það númer á bakinu.

Hvað verður Ronaldo þá númer? Það er ekki búið að gefa neitt út um það enn sem komið er.

Það er búið að skrá Cavani sem númer sjö hjá Man Utd og getur Ronaldo ekki fengið það treyjunúmer nema Cavani yfirgefi félagið eða ef United fær sérstakt leyfi til að breyta. Aldrei hefur það leyfi verið veitt áður.

Áður en Ronaldo kom til Man Utd 2003, þá klæddist hann treyju númer 28. Hann bað um það númer þegar hann kom fyrst til United en Sir Alex Ferguson skipaði honum að taka treyjunúmerið sjö.

Miðað við þau númer sem eru laus, þá er líklegast að Ronaldo taki það númer - nema honum takist með einhverjum hætti að taka sjöuna.

Önnur númer sem eru laus eru til dæmis 12, 15 og 24. Þá er 77 líka laust.
Athugasemdir
banner
banner
banner