Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 28. ágúst 2021 12:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City reisir styttur af Kompany og Silva
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur reist styttur af Vincent Kompany og David Silva fyrrum leikmönnum félagsins fyrir utan Etihad leikvanginn.

Kompany lék með City í 11 ár og bar fyrirliðabandið í 8 ár. Hann var hluti af liðinu sem vann efstu deild á Englandi í fyrsta sinn í 44 ár tímabilið 2011-12. Hann vann einnig deildina 2013/14, 2017/18 og 2018/19. Hann lyfti FA bikarnum tvisar og enska deildarbikarnum fjórum sinnum.

Silva vann einnig alla þessa titla auk þess að vinna enska deildarbikarinn tímabilið 2019/20.

Stytturnar verða lýstar upp með bláum ljósum á kvöldin en Andy Scott, margverðlaunaður myndhöggvari gerði stytturnar.

„Ég bjóst ekki við því að fá viðurkenningu frá þessu frábæra félagi á þennan hátt. Konan mín er frá Manchester, börnin mín eru fædd í Manchester og þau geta farið aftur á stað þar sem þau sjá eitthvað sem táknar það sem faðir þeirra hefur afrekað, það er eitthvað sem ég get ekki lýst." Sagði Kompany.

„Það breytti lífi mínu að vera hjá City. Ég er stoltur af því sem við gerðum saman og ég er klökkur að það er viðurkennt á þennan hátt." Sagði Silva.

Það er stefnt að því að reisa styttu af framherjanum Sergio Aguero á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner