Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. ágúst 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool skoraði níu mörk fyrir Oliviu
Mynd: EPA
Það gerðust hræðilegir hlutir í Liverpool borg á mánudaginn þegar hin 9 ára gamla Olivia Pratt-Korbel var myrt á heimili sínu.

Á 9. mínútu í 9-0 sigri Liverpool á Bournemouth í gær klöppuðu stuðningsmenn til minningar um hana Oliviu, svo fylgdu þeir eftir með því að syngja You'll Never Walk Alone.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool talaði um Oliviu í aðdraganda leiksins

„Níu ára? maður nær ekki utan um þetta og því meira sem ég hugsa um það verður erfiðara að skilja þetta. Ég vil senda samúðarkveðjur á alla hjá Liverpool FC og fjölskyldu Oliviu," sagði Klopp.

Jordan Henderson fyrirliði Liverpool var í bol innanundir treyjuna sem á stóð, "Hvíldu í friði Olivia, YNWA"

Þá deildi Harvey Elliott mynd á Instagram af lokaniðurstöðunni í leiknum og skrifaði „hversu viðeigandi"


Athugasemdir
banner
banner
banner