Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sérstakt að fá loksins að spila með honum"
Tvíburarnir
Tvíburarnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildarmeistarar árið 2021.
Lengjudeildarmeistarar árið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvíburarnir Alexander Már og Indriði Áki Þorlákssynir léku í sumar saman í liði Fram. Indriði Áki var gestur í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í síðustu viku og var spurður út í hvernig það væri að spila með bróður sínum. Gunnar Gunnarsson, samherji bræðrana hjá Fram var einnig gestur í þættinum.

Getur það verið truflandi að vera með bróður sínum í liði?

„Það er kannski truflandi að ég er mjög meðvitaður að hann er þarna. Mig langar svo mikið að leggja upp á hann að ég er kannski dálítið litaður af því. Ég reyni að gera það en held ég hafi ekki lagt upp á hann í sumar. Ég sé eftir því mér finnst ég eiga leggja upp á hann. En nei, nei, að er ógeðslega gaman og sérstakt að fá loksins að spila með honum," sagði Indriði sem spilar á miðjunni á meðan Alexander er í framlínunni.

Sjá einnig:
Engar líkur á að tvíburarnir elti Láka

Allir með öllum
„Þeir eru mikið saman en þeir passa vel inn í hópinn. Ég er æskufélagi þeirra beggja og við erum mikið saman. Þeir eru mikið með öllum og Albert er af Skaganum líka. Bræðurnir eru ekkert límdir við hvorn annan sérstaklega. Það er stór hluti af velgengni Fram að það eru einhvern veginn allir með öllum," sagði Gunnar.

„Þetta er byggt upp á strákum sem eru mjög nánir vinir. Það eru mjög margir sem eru mjög nánir utan vallar, ekki endilega allt liðið en svona fjórir og fjórir, það þekkja allir mjög vel inn á hvern annan. Það hjálpar okkur inn á vellinum að það er enginn að hugsa um rassgatið á sjálfum sér sem kannski einhverjir leikmenn hjá öðrum liðum gera. Hjá okkur er voðalega mikið hugsað um næsta mann," sagði Indriði.

„Við vorum mjög oft að gera eitthvað saman utan vallar af því okkur langaði það. Hvort sem það var að spila póker, sem var nú svolítið oft reyndar, eða taka grill saman eða eitthvað. Þetta er svolítið sérstakur klefi á mjög góðan hátt," sagði Gunnar.

Umræðuna um Fram má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn - Umferðin skoðuð og horft Fram á við
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner