Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. október 2019 13:45
Brynjar Ingi Erluson
Bellerin sýnir Xhaka stuðning: Við erum öll mennsk
Hector Bellerin ver Granit Xhaka á Twitter
Hector Bellerin ver Granit Xhaka á Twitter
Mynd: Getty Images
Spænski bakvörðurinn Hector Bellerin kemur Granit Xhaka til varnar á Twitter í dag en svissneski fyrirliðinn hefur verið harðlega gagnrýndur eftir atvik sem átti sér stað í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace í gær.

Xhaka var útnefndur fyrirliði Arsenal í lok september en hann kom til félagsins frá Borussia Monchengladbach árið 2016.

Það hefur ekki verið mikið jafnvægi í leik hans með Arsenal og hefur hann oft verið gagnrýndur af stuðningsmönnum en hann virtist fá nóg í gær.

Í stöðuni 2-2 var honum skipt af velli en stuðningsmenn bauluðu á hann og voru ósáttir við að hann hafi ekki flýtt sér af velli. Xhaka brást illa við og sagði þeim að fara til andskotans áður en hann klæddi sig úr treyjunni.

Það hefur verið kallað eftir því að hann verði sviptur fyrirliðabandinu en Arsenal hefur ekki enn sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Bellerin, liðsfélagi hans hjá Arsenal, ver hann á Twitter.

„Við erum öll mennsk og höfum öll tilfinningar og stundum er erfitt að eiga við þær. Núna þurfum við að hjálpast að í stað þess að ýta frá okkur. Við getum bara unnið þegar við erum heild," sagði Bellerin á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner