Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. október 2022 08:25
Elvar Geir Magnússon
Staðfestir áhuga Arsenal og Man City á Mudryk - Man Utd skoðar markverði
Powerade
Mykhaylo Mudryk er vinsæll.
Mykhaylo Mudryk er vinsæll.
Mynd: EPA
Man Utd skoðar Diogo Costa hjá Porto.
Man Utd skoðar Diogo Costa hjá Porto.
Mynd: EPA
Pablo Maia í enska boltann?
Pablo Maia í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin eru í föstudagsgírnum. Mudryk, Bellingham, Almiron, Hojbjerg, Edwards, De Gea, Nunez og fleiri í pakkanum í dag.

Carlo Nicolini íþróttastjóri úkraínska félagsins Shaktar Donetsk segir að Arsenal og Manchester City séu meðal félaga sem hafi áhuga á úkraínska sóknarleikmanninum Mykhaylo Mudryk (21). Hann myndi kosta meira en þær 100 milljónir evra sem Manchester United borgaði Ajax fyrir Antony. (Calciomercato)

Real Madrid vonast til þess að skáka enskum úrvalsdeildarfélögum í baráttunni um enska miðjumanninn Jude Bellingham (19). Borussia Dortmund hyggst bjóða Bellingham nýjan samning en býst við að hann yfirgefi félagið næsta sumar. (Mail)

Manchester United er að fylgjast með portúgalska markverðinum Diogo Costa (23) hjá Porto og spænska markverðinum Unai Simon (25) hjá Athletic Bilbao. United veltir því fyrir sér hvort það eigi að nýta sér ákvæði um framlengingu á samningi David de Gea (31). (Athletic)

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg (27) mun fá endurbættan samning hjá Tottenham. (Times)

Marcus Edwards (23), sóknarmiðjumaður Sporting Lissabon, segir að það hafi verið gott skref að fara í portúgalska boltann en hann hafi áhuga á að snúa aftur í enska boltann. (Evening Standard)

Diego Simeone (52), stjóri Atletico Madrid, segir að hann muni halda tryggð við félagið þrátt fyrir að það hafi ekki komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni. (Mail)

Fulham hefur gert annað tilboð í brasilíska miðjumanninn Pablo Maia (20) hjá Sao Paulo. Félagið horfir einnig til liðsfélaga hans á miðju liðsins Rodrigo Nestor (22) og Igor Gomes (23) auk miðvarðarins Luizao (20). (HITC)

Nottingham Forest hefur einnig áhuga á Maia og er tilbúið að borga 9 milljóna punda verðmiðann á Brasilíumanninum unga. (Nottinghamshire Live)

Newcastle ætlar að bjóða paragvæska landsliðsmanninum Miguel Almiron (28) nýjan samning en hann hefur bætt sig mikið undir stjórn Eddie Howe. (Telegraph)

Unai Emery, nýr stjóri Aston Villa, mun fá töluverða upphæð til að styrkja leikmannahóp sinn í janúarglugganum. (Football Insider)

Darwin Nunez (23), sóknarmaður Liverpool, segir að Luis Suarez hafi haft samband við sig og gefið sér ráð um það hvernig eigi að höndla það að spila í ensku úrvalsdeildinni. (ESPN)

Claudio Lotito forseti Lazio segir að serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic (27) verði ekki seldur og muni fá boð um nýjan samning. Núgildandi samningur rennur út 2024. (Il Messaggero)

Inter ætlar ekki að selja Alessandro Bastoni (23) í janúar. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Tottenham en Antonio Conte er fyrrum stjóri hans. (Caught Offside)

Roma undirbýr tilraun í janúar til að fá franska miðjumanninn Houssem Aouar (24) frá Lyon. (Calciomercato)

Southampton og Leicester City fylgjast vel með marokkóska landsliðsmanninum Zakaria Aboukhlal (22) hjá Toulouse. Búist er við því að leikmaðurinn verði í eldlínunni á HM í Katar. (Southern Daily Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner