Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. desember 2020 20:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton krefst allra gagna vegna frestunarinnar
Mynd: Getty Images
Leik Everton og Manchester City var frestað í dag vegna smita hjá Manchester City. Til þessa hefur verið greint frá því að Kyle Walker og Gabriel Jesus séu með Covid-19 en það uppfyllir ekki þau skilyrði sem úrvalsdeildin setti varðandi frestanir leikja.

Reglurnar eru á þann veg að einungis sé frestað ef liði tekst ekki að tefla fram fjórtán manna leikmannahópi þar sem a.m.k. einn markvörður er hluti af þeim hópi.

Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka málið og að öll gögn sem City sýndi úrvalsdeildinni, til að fá leiknum frestað, verði afhent félaginu.

Í yfirlýsingu Everton segir að félagið muni alltaf hafa heilsufarssjónarmið í fyrsta sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner