Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. desember 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef aldrei þurft að taka leikmann af velli vegna örmögnunar"
Dean Smith í viðtali í kvöld.
Dean Smith í viðtali í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lineker með Englandsmeistaratitilin eftir að Leicester vann úrvalsdeildina árið 2016.
Lineker með Englandsmeistaratitilin eftir að Leicester vann úrvalsdeildina árið 2016.
Mynd: Getty Images
Dean Smith gerði einungis eina breytingu á liði sínu frá leik liðsins gegn Crystal Palace á laugardag þegar hann stillti upp byrjunarliðinu gegn Chelsea í dag. Sú breyting kom til vegna leikbanns Tyrone Mings.

Gary Lineker var svekktur yfir því að Leicester vann ekki gegn Crystal Palace í dag. Hann talaði um að Leicester væri að stilla upp varaliði sínu og vakti athygli á því að markaskorarar leiksins í dag hafi leikið allan leikinn á laugardag.

Sjá einnig:
Mýta að það þurfi að hvíla?

Jamie Vardy var einn þeirra sem Brendan Rodgers hvíldi hjá Leicester. Rodgers sagði svo í viðtali eftir leik að Vardy gæti ekki spilað allar mínútur.

Markmiðið er ekki að gera fréttir Fótbolta.net að einhverri tímalínu um skoðanir Gary Lineker en hann vakti athygli á ummælum Smith eftir jafnteflið gegn Chelsea.

„Ég hef aldrei þurft að taka leikmann af vell vegna örmögnunar," sagði Smith í viðtali eftir leikinn.

Lineker bætir við í tísti sínu að hann hafi elskað að spila leiki og segir mikinn meirihluta leikmanna kjósa frekar að spila en að vera hvíldir.


Athugasemdir
banner