Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. desember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wolves ræðir við Real Madrid um Jovic
Á leið til Wolves?
Á leið til Wolves?
Mynd: Getty Images
Úlfarnir hafa haft samband við Real Madrid varðandi sóknarmanninn Luka Jovic að sögn The Athletic.

Hinn 23 gamli Jovic gekk í raðir Real Madrid sumarið 2019 frá Eintracht Frankfurt fyrir 55 milljónir punda. Honum hefur aðeins tekist að skora tvö mörk í 32 leikjum fyrir spænska stórveldið. Hann er ekki búinn að vera mikið inn í myndinni á þessu tímabili og hafa meiðsli spilað inn í.

Wolves vill fá Jovic á láni en samkvæmt The Athletic eru ekki rosalega miklar líkur á að það gerist þar sem Real Madrid mun væntanlega vilja hafa möguleika inn í lánssamningnum á því Úlfarnir kaupi hann fyrir svipaða upphæð og þeir keyptu hann á. Wolves eru ekki tilbúnir að borga fyrir hann 55 milljónir punda.

Wolves vilja fá sóknarmann inn í janúar til að fylla í skarð Raul Jimenez sem höfuðkúpubrotnaði á dögunum. Ólíklegt er að Jimenez spili meira á þessu tímabili.

Úlfarnir sitja um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner