Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. febrúar 2020 17:47
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia nálgast Evrópusæti
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins í spænsku deildinni er lokið. Eibar og Valencia unnu á heimavelli.

Valencia tók á móti Real Betis og hafði betur í hnífjöfnum leik. Færanýting gestanna var skelfileg og reyndist það gæfumunurinn í lokin.

Kevin Gameiro gerði fyrsta mark leiksins með laglegu skoti utan teigs snemma í síðari hálfleik. Dani Parejo tvöfaldaði forystuna á 89. mínútu, skömmu áður en Loren minnkaði muninn fyrir gestina.

Betis komst þó ekki nær og er áfram um miðja deild. Valencia er aftur á móti í sjöunda sæti, einu stigi frá Evrópusæti.

Valencia 2 - 1 Real Betis
1-0 Kevin Gameiro ('60)
2-0 Dani Parejo ('89)
2-1 Loren ('93)

Í Eibar var Charles hetjan. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin í 3-0 sigri gegn Levante.

Charles gat fullkomnað þrennuna á 72. mínútu en brenndi af vítaspyrnupunktinum.

Fabian Orellana gerði út um leikinn undir lokin og mikilvægur sigur Eibar staðreynd.

Eibar er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir daginn. Levante siglir lygnan sjó um miðja deild.

Eibar 3 - 0 Levante
1-0 Charles ('27)
2-0 Charles ('48)
3-0 Fabian Orellana ('84)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner