Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mán 29. mars 2021 22:07
Victor Pálsson
Þrír leikmenn Wales farnir heim eftir að hafa brotið reglur
Þrír leikmenn welska landsliðsins munu ekki spila leik liðsins við Tékkland í undankeppni HM 2022 á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu welska knattspyrnusambandsins í kvöld en þrír leikmenn gerðust sekir um að brjóta í herbúðum liðsins.

Um var að ræða kórónuveirubrot en leikmennirnir þrír eru þeir Rabbi Matondo, Hal Robson-Kanu og Tyler Roberts og brutu þeir sóttvarnarreglur.

Allir þessir leikmenn léku á laugardaginn er Wales vann Mexíkó með einu marki gegn engu í vináttulandsleik.

Fyrir það spilaði Wales við Belgíu í undankeppninni en sá leikur tapaðist 3-1.
Athugasemdir
banner