Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 29. apríl 2021 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal nefnir tíu leikmenn sem hann vildi fá til Man Utd
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Ramos var á óskalista Van Gaal.
Ramos var á óskalista Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Louis van Gaal segist hafa reynt að fá stór nöfn til Manchester United en það hafi einfaldlega ekki tekist.

Van Gaal stýrði Man Utd frá 2016 til 2018 og vann FA-bikarinn áður en hann var rekinn. Stuðningsfólk Man Utd var orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði.

Í viðtali við FourFourTwo nefndi Van Gaal tíu leikmenn sem hann reyndi að fá til Man Utd.

„Ég vildi Robert Lewandowski en þegar það tókst ekki þá reyndi ég að fá Gonzalo Higuain í staðinn," sagði Van Gaal.

„Áður en ég kom þá talaði ég við stjórnina um Neymar. Hjá Man Utd þá þarftu að hugsa stórt. Hann gat selt treyjur fyrir félagið og ég vildi hafa snögga kantmenn. Þess vegna reyndi ég líka að fá Sadio Mane og Riyad Mahrez."

„Thomas Müller var á óskalistanum mínum og inn á miðjuna vildi ég fá N'Golo Kante. Ég reyndi meira að segja að fá James Milner, sem var gamall en gat spilað margar stöður og var mikill leiðtogi."

„Í vörnina vildi ég fá Sergio Ramos og Mats Hummels því varnarmennirnir okkar voru ekki þeir bestu í að spila frá vörninni," sagði Van Gaal og bætti við:

„Þetta voru leikmennirnir sem ég vildi fá en við fengum engan þeirra. Ég veit ekki af hverju því ég tók ekki þátt í viðræðum fyrir hönd félagsins. Leikmenn eins og Mahrez og Kante fóru til Manchester City og Chelsea, á meðan United gat ekki fengið þá. Mér finnst það skrýtið."

Hvaða leikmenn fékk Van Gaal
Flestir leikmennirnir sem Van Gaal fékk til félagsins reyndust ekki vel. Angel di Maria kom frá Real Madrid en hann entist aðeins í eitt tímabil á Old Trafford.

Af þeim leikmönnum sem Van Gaal fékk þá hefur Luke Shaw örugglega reynst best, ásamt Anthony Martial. Shaw er að eiga frábært tímabil núna. Ander Herrera, Marcos Rojo, Daley Blind, Timothy Fosu-Mensah og Victor Valdes komu á fyrsta tímabili Hollendingsins.

Memphis Depay, Matteo Darmian, Bastian Schweinsteiger, Morgan Schneiderlin, Sergio Romero og Martial komu á seinna tímabili hans við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner