Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero árið 2014: Fer ekki fyrr en ég vinn Meistaradeildina
Tókst ekki ætlunarverk sitt
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Sergio Aguero lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir Manchester City.

Aguero er að renna út á samningi í sumar og mun hann þá væntanlega fara til Barcelona.

Aguero er markahæsti leikmaður í sögu Man City og einn besti leikmaður í sögu þess - ef ekki sá allra besti. Honum tókst hins vegar ekki ætlunarverk sitt.

Hann sagði í nóvember 2014 að hann ætlaði sér að vera hjá Manchester City þangað til honum tækist að vinna Meistaradeildina. Hann komst næst því í kvöld þegar City tapaði 1-0 fyrir Chelsea í úrslitaleiknum.

Aguero kom inn á sem varamaður í kvöld þegar 77 mínútur voru liðnar af leiknum.

Frétt Daily Mail frá 2014.
Athugasemdir
banner