Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Þvílíkur bekkur hjá City
Þessir fjórir byrja allir.
Þessir fjórir byrja allir.
Mynd: EPA
Það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Porto í Portúgal í kvöld. Hann hefst eftir rúman klukkutíma.

Ensku liðin Manchester City og Chelsea eigast við. Manchester City varð Englandsmeistari en Chelsea hefur haft betur í síðustu tveimur leikjum liðanna. Hvað gerist í kvöld?

Byrjunarliðin eru klár. Hjá Man City byrja Gabriel Jesus, Sergio Aguero, Joao Cancelo, Fernandinho, Ferran Torres og Rodri allir á bekknum. Ekki amalegur varamannabekkur að eiga. Raheem Sterling byrjar og það er engin náttúruleg nía í byrjunarliði City. Þrátt fyrir það er liðið sóknarsinnað og enginn djúpur miðjumaður í byrjunarliðinu.

Chelsea byrjar með þriggja manna vörn. Jorginho og Kante eru á miðjunni og fyrir framan eru Mason Mount, Kai Havertz og Timo Werner.

Fótbolti.net mun auðvitað fjalla vel um þennan leik en bæði byrjunarlið má sjá hér að neðan. Chelsea er ekki heldur með slakan varamannabekk.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Stones, Dias, Zinchenko, Gundogan, De Bruyne, Bernardo, Mahrez, Sterling, Foden.
(Varamenn: Steffen, Carson, Ake, Jesus, Aguero, Laporte, Rodri, Torres, Mendy, Fernandinho, Cancelo, Garcia)

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Silva, Rudiger, James, Jorginho, Kante, Chilwell, Mount, Havertz, Werner.
(Varamenn: Kepa, Caballero, Alonso, Christensen, Pulisic, Zouma, Kovacic, Giroud, Hudson-Odoi, Ziyech, Gilmour, Emerson)
Athugasemdir
banner
banner