Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 16:25
Victor Pálsson
Hundfúll undir stjórn Koeman - „Sagði að ég væri ekki með gæðin fyrir Barcelona"
Mynd: Getty Images
Matheus Fernandes, leikmaður Barcelona, er alls enginn aðdáandi Roland Koeman sem er þjálfari spænska liðsins í dag.

Fernandes samdi við Barcelona í janúar árið 2020 en hann var svo strax lánaður til Real Valladolid þar sem leikirnir voru fáir.

Brassinn hefur aðeins leikið einn leik á ferlinum fyrir Barcelona en hann kom á þessu tímabili gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni.

Þessi 22 ára gamli leikmaður skilur lítið í af hverju og segir ástæðuna vera persónulega.

„Ég held að Koeman hafi eitthvað á móti mér persónulega. Mánuð eftir leikinn gegn Dynamo og í kjölfarið fékk ég engar mínútur, þá spurði ég hann hvort ég hefði spilað illa," sagði Fernandes.

„Hann svaraði nei og sagði að ég hefði spilað vel. Hann bætti við að hann gæti ekki gefið mér tækifæri, að hann gæti ekki treyst á mig. Að ég væri ekki með gæðin til að spila fyrir Barcelona."

„Á æfingum var ég alltaf í vörninni eða á vængnum sem er ekki mín staða. Svo komu dagar þar sem ég æfði ekkert, ég hitaði bara upp."

Fernandes var áður hjá Botafogo og Palmeiras í heimalandinu þar sem mínúturnar voru mun fleiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner