Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 14:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matthías Orri spáir í sjöundu umferð Pepsi Max
Matthías Orri
Matthías Orri
Mynd: Bára Dröfn / Karfan.is
MMA sérfræðingurinn.
MMA sérfræðingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar hefst með þremur leikjum á sunnudag. Umferðin klárast svo á mánudeginum eftir rúma viku með þremur leikjum.

Óðinn Svan Óðinsson var spámaður .net í síðustu umferð. Hann var með þrjá leiki rétta.

Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR í körfubolta, spáir í leiki sjöundu umferðar.

HK 1 - 0 Leiknir (Sunnudag, 19:15)
Bragðdaufur leikur sem endar í 1-0 sigri HK. MMA sérfræðingurinn Ásgeir Börkur klárar þennan á 55 mínútu.

KR 3 - 0 ÍA (Sunnudag, 19:15)
Þægilegur 3-0 sigur minna manna í KR. Kjartan Henry setur tvö og fiskar víti sem Pálmi leggur þægilega í vinstra hornið.

Fylkir 2 - 1 Stjarnan (Sunnudag, 19:15)
Spái 2-1 sigri Fylkis í þessum leik til heiðurs Kjartani Daníelssyni sem samkvæmt honum er allt í öllu í Árbænum.

KA 1 - 3 Breiðablik (Mánudagur 7. júní, 18:00)
Breiðabliks sigur á þennan leik, 3-1. KR-ingarnir í þjálfarateymi Breiðabliks setja upp gott plan á vellinum á meðan Jakob Helgi og Andri Hilmars, afreksblikar, sigla þessu heim úr stúkunni.

FH 3 - 1 Keflavík (Mánudagur, 7. júní, 19:15)
3-1 sigur FH. Lennon með 2 og Ágúst Hlyns treður einu inn. Ástbjörn nær svo að laga stöðuna lítillega fyrir Keflavík í leikslok.

Valur 3 - 3 Víkingur (Mánudagur, 7. júní 20:00)
Leikur umferðarinnar! Spái þessum 3-3 þar sem Pedersen nær sér í þrennu.

Fyrri spámenn:
Binni Willums - 4 réttir
Böddi löpp - 3 réttir
Óðinn Svan - 3 réttir
Hjörvar Hafliða - 2 réttir
Kjartan Atli - 2 réttir
Jósef Kristinn - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner