Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG að vinna kapphlaupið um Hakimi
Achraf Hakimi er líklega á leið til Frakklands
Achraf Hakimi er líklega á leið til Frakklands
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er að ganga frá samkomulagi við Inter um kaup á Achraf Hakimi en La Gazzetta dello Sport greinir frá.

Hakimi var keyptur til Inter frá Real Madrid fyrir tímabilið en hann sló í gegn á fyrsta tímabili og hjálpaði ítalska liðinu að vinna fyrsta titilinn í ellefu ár.

Inter er að glíma við fjárhagsörðugleika og þarf því að selja frá sér góða leikmenn en Hakimi er að yfirgefa félagið eftir aðeins eitt tímabil þar.

Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er PSG búið að bjóða 60 milljónir evra í Hakimi og mun Inter samþykkja það. Það er þó klásúla í samningnum hjá Hakimi sem leyfir Real Madrid að jafna boðið ef það er samþykkt.

Það þykir ólíklegt að Madrídingar nýti sér það en félagið var að ganga frá samningum við David Alaba. Launapakkinn hans er dýr og þá hefur reksturinn hjá Madrídingum verið erfiður undanfarið, því er ekki mikill möguleiki á að Hakimi fari aftur til Spánar.
Athugasemdir
banner