Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. maí 2021 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Köln kom til baka úr erfiðri stöðu og heldur sæti sínu
Mynd: Getty Images
Köln verður áfram í deild þeirra bestu í Þýskalandi eftir stórsigur á Holstein Kiel í dag.

Köln var ekki í góðri stöðu fyrir leikinn í dag eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 1-0. Köln þurfti alla vega að skora tvö mörk á útivelli í dag.

Þeir gerðu gott betur en það, þeir gerðu fimm mörk - hvorki meira né minna. Köln komst yfir á þriðju mínútu en heimamenn jöfnuðu mínútu síðar. Staðan var ekki 1-1 lengi því Köln tók forystuna aftur á sjöttu mínútu.

Köln byggði svo ofan á það og var komið í 1-4 fyrir leikhlé. Þeir gengu frá leiknum í síðari hálfleik og unnu að lokum 1-5.

Köln verður áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Það komast tvö lið upp úr B-deildinni í ár; Bochum og Greuther Fürth. Werder Bremen og Schalke, tvö stór félög, fara niður.
Athugasemdir
banner
banner
banner