Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. júlí 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Dómarinn þurfti aðstoð sjúkraþjálfara beggja liða í Kópavogi í gær
Ásmundur nýtur aðstoðar Ágústu og Þóru í gær.
Ásmundur nýtur aðstoðar Ágústu og Þóru í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Þór Sveinsson dómari leiks Breiðabliks og KR í Bestu-deild kvenna lenti í smá basli í miðjum leik í gærkvöldi.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 KR

Eftir klukkutíma leik stöðvaði Ásmundur leikinn og gekk rakleiðis af velli og hélt fyrir annað augað.

Hann strunsaði að varamannabekk Breiðabliks og óskaði aðstoðar hjá Ágústu Sigurjónsdóttur sjúkraþjálfara Breiðabliks.

Þóra Kristín Bergsdóttir sjúkraþjálfari KR kom í humátt á eftir honum og hjálpaði honum í tvígang að setja augndropa í auga hans.

Eftir það gat leikur svo haldið áfram. Nokkrar myndir af þessu atviki má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner