Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. júlí 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Akureyri.net 
FF Múrbrjótar unnu FC Sækó á Laugardalsvelli
Mynd: Árni Már Árnason

FC Sækó tók á móti FF Múrbrjótum á Laugardalsvelli í vikunni og úr varð skemmtilegur slagur milli tveggja félaga sem bæði hafa hlotið grasrótaverðlaun UEFA.


Félögin hafa bæði sama markmið - að stuðla að aukinni virkni og hreyfingu fólks með geðraskanir og um leið draga úr fordómum gegn einstaklingum með geðraskanir og auka sýnileika þeirra.

Múrbrjótar eru frá Akureyri en Sækó er í Reykjavík og voru það gestirnir sem fóru með sigur af hólmi á þjóðarleikvanginum, lokatölur urðu 4-7.

„Það sem stóð þó upp úr var skemmtunin við það að fá að spila á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga og ekki síst vinátta sem myndaðist á milli leikmanna," segir meðal annars í frétt á Akureyri.net um leikinn.

Sjá einnig:
Geðveikur fótbolti með FC Sækó


Athugasemdir
banner
banner