Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. ágúst 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guthrie um framhaldið: Ég hef ekki hugmynd
Lengjudeildin
Danny Guthrie.
Danny Guthrie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óljóst hvort að miðjumaðurinn Danny Guthrie verði áfram í herbúðum Fram þegar næsta tímabil gengur í garð.

Guthrie gekk óvænt í raðir Fram fyrir leiktíðina. Miðjumaðurinn, sem er 34 ára, er mjög reyndur og hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í Championship deildinni. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.

Hann gekk í raðir Fram í Lengjudeildinni fyrir leiktíðina og sagðist í samtali við Fótbolta.net hafa notið þess að vera á Íslandi í sumar. Hann var spurður hvort hann sæi fyrir sér að vera áfram hér á landi á næsta tímabili.

„Ég hef ekki hugmynd. Ég vil bara klára tímabilið og svo ræðum við möguleikann um næsta tímabil," sagði Guthrie en Fram spilar í efstu deild á næstu leiktíð.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var jafnframt spurður út í það í viðtali hvort að erlendu leikmennirnir yrðu áfram hjá Þrótti. Hægt er að sjá bæði viðtöl hér að neðan.
Jón Sveins: Smá spennufall eftir að hafa klárað markmið eitt
Danny Guthrie í löngu viðtali: Elskar Ísland
Athugasemdir
banner
banner