Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 29. ágúst 2022 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
Nýr samningur við Kane í forgangi hjá Tottenham
Mynd: EPA

Antonio Conte og Fabio Paratici eru reiðubúnir til að gera allt í sínu valdi til að halda Harry Kane hjá Tottenham.


Ítalirnir hafa verið að gera góða hluti við stjórnvölinn hjá Tottenham þar sem Conte sér um að þjálfa liðið á meðan Paratici er maðurinn á bakvið frábær leikmannakaup félagsins.

Kane hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er kominn með fjögur mörk í fjórum úrvalsdeildarleikjum þar sem Tottenham er komið með tíu stig.

„Allir hjá félaginu vilja halda Kane hérna. Það er í algjörum forgangi hjá okkur að hefja samningsviðræður sem fyrst," segir Conte.

Kane er 29 ára gamall og hefur haldið tryggð við Tottenham í mörg ár þrátt fyrir titlaleysi. Hann hefur þó trú á að hlutirnir geti breyst undir stjórn Conte og Paratici.

Ýmis stórlið hafa reynt að kaupa hann og var sóknarmaðurinn ekki langt frá því að ganga í raðir Manchester City í fyrrasumar. Daniel Levy, eigandi Tottenham, neitaði að leyfa Kane að yfirgefa félagið þrátt fyrir vilja leikmannsins og risatilboð frá Englandsmeisturunum. Sú ákvörðun gæti heldur betur skilað sér ef hann skrifar undir nýjan samning við Spurs.

Kane hefur í heildina skorað 252 mörk í 390 leikjum hjá Tottenham og gefið 59 stoðsendingar.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og hefur skorað 50 mörk í 73 landsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner