Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 16:20
Elvar Geir Magnússon
Tottenham þarf tvo glugga í viðbót til að geta barist um toppsætið
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóri Tottenham segir að hann þurfi að minnsta kosti tvo félagaskiptaglugga í viðbót til að gera liðið gildandi í baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

Tottenham hefur byrjað tímabilið á öflugan hátt og náð í tíu stig af tólf mögulegum. Í gær vann liðið 2-0 sigur gegn Nottingham Forest.

„Ef við miðum við síðasta tímabil þá er liðið heilsteyptara. En til að hinum bestu liðunum þurfum við tíma, þolinmæði og að minnsta kosti tvo félagaskiptaglugga í viðbót," segir Conte.

Í sumar hefur Tottenham meðal annarra keypt Richarlison frá Everton, Yves Bissouma frá Brighton, Ivan Perisic frá Internazionale og Clément Lenglet lánaðan frá Barcelona.

Conte var spurður að því í dag hvort liðið myndi styrkjast enn frekar áður en glugganum verður lokað?

„Ég hef rætt við félagið og sagt mína skoðun, hvort við gerum eitthvað fyrir gluggalok eða ekki þá er það í lagi. Við fengum inn góða leikmenn og höfum náð jákvæðum úrslitum. Nú er komið að því að spila á þriggja daga fresti og þá þarf að dreifa álaginu og það reynir meira á hópinn."
Athugasemdir
banner