Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dusan byrjar í þriggja leikja banni ef hann verður áfram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í gær var birtur úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Þar kemur fram Dusan Brkovic, leikmaður KA, fær þriggja leikja bann.

Dusan fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu gegn FH á laugardag í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Dusan er samningslaus en ef hann verður áfram á Íslandi byrjar hann næsta tímabil í þriggja leikja banni.

Dusan fékk rautt spjald í báðum leikjum sínum gegn FH í sumar og einnig gegn Stjörnunni á heimavelli.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ekki ánægður með rauða spjaldið á laugardag. Viðtal við Arnar má sjá hér að neðan.

KA vill halda Dusan innan sinna raða en ljóst að það er högg fyrir liðið og Dusan sjálfan að fá þetta þriggja leikja bann.

Smelltu hér til að sjá úrskurðinn
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Athugasemdir
banner
banner
banner