Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 10:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Elías vonast eftir A-landsliðssæti
Icelandair
Elías Rafn Ólafsson hefur leikið frábærlega í Danmörku.
Elías Rafn Ólafsson hefur leikið frábærlega í Danmörku.
Mynd: Getty Images
Á fréttamannafundi á morgun mun Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM.

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson vonast til að vera valinn í hópinn en hann hefur leikið frábærlega í marki danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og haldið hreinu í fimm af sex leikjum.

Jonas Lössl, sem hefur verið aðalmarkvörður Midtjylland, meiddist og Elías, sem er 21 árs, hefur gripið gæsina. Lössl er nú klár í slaginn aftur en Elías vonast til að halda sæti sínu.

Í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á Vísi segist Elías vonast til að vera valinn í A-landsliðið.

„Ég vonast eftir því en þetta er algjörlega undir Arnari komið," segir Elías sem lék með U21 landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga. U21 liðið mætir Portúgal í komandi glugga.

Hannes Þór Halldórsson hefur lagt landsliðshanskana á hilluna og því mögulegt að Elías verði valinn ásamt Rúnari Alex Rúnarssyni og Patriki Sigurði Gunnarssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner