Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsta útivallarmark Suarez í Meistaradeildinni í sex ár
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid vann AC Milan með tveimur mörkum gegn einu á Ítalíu í Meistaradeildinni í gær.

Rafael Leao kom heimamönnum yfir en Antoine Griezmann jafnaði metin áður en Luis Suarez tryggði Madridar liðinu sigur með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnudómurinn var mjög umdeildur.

Suarez er þekktur markaskorari og því vakti það athygli að markið hans í gær hafi verið hans fyrsta á útivelli í 25 leikjum. Hann skoraði síðast á útivelli í september 2015.

Atletico Madrid fær Liverpool í heimsókn í þriðju umferð og AC Milan heimsækir Porto.


Athugasemdir
banner