Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. september 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra framlengir við Val - Hvað verður um Auði?
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals.

Nýr samningur hennar gildir til ársins 2022.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næsta tímabili hjá Valskonum í markvarðarmálunum. Í herbúðum liðsins er nefnilega annar landsliðsmarkvörður; hin efnilega Auður Scheving. Hún hefur spilað með ÍBV á láni síðustu tvö tímabil og staðið sig vel. Hvort hún fari aftur á láni eða ekki, það kemur í ljós á næstu mánuðum.

Tilkynning Vals:
Sandra Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Val út tímabilið 2022. Söndru þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hún er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna með 314 leiki. Hún átti frábært tímabil í sumar og það er mikil ánægja að þessi reynslumikli markvörður ætli að spila sitt sjöunda tímabil með Val næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner