Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. september 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Ingi tekur við Grindavík (Staðfest)
Anton Ingi Rúnarsson handsalar samninginn
Anton Ingi Rúnarsson handsalar samninginn
Mynd: Grindavík/Facebook

Anton Ingi Rúnarsson hefur tekið við sem nýr þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Hann tekur við af Jóni Ólafi Daníelssyni.


Anton er ungur að árum en hann er aðeins 26 ára gamall. Þrátt fyrir það hefur hann verið aðstoðarþjálfari Jóns Ólafs síðustu tvö tímabil. Anton gerir eins árs samning við félagið.

Félagið hefur verið ánægt með hans störf sem yngriflokka þjálfari.

,„Ég er mjög glaður með að fá þetta tækifæri hjá mínu uppeldisfélagi og er afar spenntur fyrir þessari áskorun,“ sagði Anton Ingi við undirskriftina.

„Ég er búinn að læra gríðarlega mikið af Jóni Óla á síðustu tveimur árum og tek við góðu búi. Við erum með góðan kjarna af leikmönnum og ég er mjög spenntur að hefjast handa.“

Grindavík var í 7. sæti undir stjórn Jóns Óla og Antons í Lengjudeildinni í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner