Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Fara dómarar á Englandi að nota sjálfir skjáinn í VAR?
Á Englandi hafa dómarar ekki farið í skjáinn á hliðarlínunni.
Á Englandi hafa dómarar ekki farið í skjáinn á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
VAR kerfið á Englandi hefur legið talsvert undir gagnrýni, ekki síst eftir nýliðna helgi þar sem nokkrir vafasamir dómar tengdust VAR.

Ólíkt mörgum öðrum keppnum með VAR þá hafa dómarar á Englandi ekki farið sjálfir út að hliðarlínu til að horfa á atvik í sjónvarpsskjá þar.

Enska úrvalsdeildin gaf út fyrir tímabilið að vonast væri til að dómarar þyrftu einungis þrisvar í 380 leikjum á tímabilinu að fara sjálfir í skjáinn á hliðarlínunni.

Dómararnir í VAR herberginu hafa því séð um að skera úr um vafaatriði hingað til og í 100 leikjum hefur 26 dómum verið breytt eftir hjálp frá VAR.

Á fundi félaga í ensku úrvalsdeildinni þann 14. nóvember verður málið rætt frekar og þar verður meðal annars skoðað hvort gagnrýnin á VAR muni minnka ef dómarar fara sjálfir og skoða atvik í skjá á hliðarlínunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner