Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. október 2022 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Marsch: Þurftum að stöðva blæðinguna
Jesse Marsch
Jesse Marsch
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jesse Marsch, stjóri Leeds, var hæstánægður með frammistöðu liðsins í 2-1 sigrinum á Liverpool á Anfield í kvöld en sér mikla bætingu á liðinu.

Leeds skapaði sér mörg góð færi í leiknum og komst liðið yfir strax á 4. mínútu eftir að Rodrigo nýtti sér slaka sendingu Joe Gomez til baka.

Liverpool jafnaði í gegnum Mohamed Salah og þurfti liðið að þola mikla pressu síðustu fimmtán mínútur leiksins. Illan Meslier varði frábærlega í marki Leeds áður en Crysencio Summerville skoraði sigurmarkið undir lokin.

„Þessi þrjú stig voru verðskulduð. Auðvitað er má fögnuður eftir annað markið en svo snérist þetta um skiptingarnar því við þurftum varðveita sigurinn."

„Við höfum staðið saman í þessu. Við höfum ekki alltaf verið fullkomnir en við trúum á það sem við erum að gera og reyndum að halda okkur við leikskipulagið og mæta þessari áskorun. Við sáum það í dag."

„Í dag náðum við að eiga fleiri augnablik þar sem einbeitingin var í lagi og fækka augnablikum þar sem við erum berskjaldaðir. Mér fannst við vera góðir í fyrri hálfleik en héldum leikskipulagi þrátt fyrir markið sem við fengum á okkur. Við vorum óheppnir að ná ekki að skora annað og þriðja markið í fyrri hálfleiknum."

„Það var mikilvægt að stöðva blæðinguna. Við þurfum að njóta augnabliksins en einbeita okkur svo að því að klára dæmið næstu helgi gegn Bournemouth."

„Við þurfum bara að vera klárir að fara í leikina og berjast fyrir öllu á þessu tímabili. Við höfum sýnt að það er bæting en við erum bara að reyna að fá stærri hluta af leikjum til að sýna hvernig við getum spilað því þða mun ákveða hversu miklum árangri við munum ná,"
sagði Marsch í lokin.

Leeds er nú í 15. sæti með 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner