Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. nóvember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Símun Samuelsen „þakkar fyrir sig"
Símun Samuelsen.
Símun Samuelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski fótboltamaðurinn Símun Samuelsen er að leggja skóna á hilluna.

Á vefsíðunni bolt.fo segir að einn af reyndustu fótboltamönnum Færeyja þakki nú fyrir sig. Hann segi skilið við fótbolta á hæsta stigi.

Hinn 34 ára gamli Símun spilaði með Keflavík frá 2005 til 2009 og varð bikarmeistari með félaginu.

Hann hefur frá 2010 spilað hjá HB í heimalandinu, undanfarin tvö tímabil undir stjórn Heimis Guðjónssonar og árið 2010 undir stjórn Kristján Guðmundssonar. Hann varð Færeyjarmeistari með HB 2010, 2013 og 2018.

Þá á hann að baki 44 landsleiki fyrir Færeyjar.

Sjá einnig:
Símun: Keflavík er lið sem á að vera í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner
banner