Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. desember 2019 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City aftur á sigurbraut gegn Sheffield United
Leikmenn City fagna á meðan leikmenn Sheffield United ræða við dómarann Chris Kavanagh. Hann spilaði þátt í fyrra marki City.
Leikmenn City fagna á meðan leikmenn Sheffield United ræða við dómarann Chris Kavanagh. Hann spilaði þátt í fyrra marki City.
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 0 Sheffield Utd
1-0 Sergio Aguero ('52 )
2-0 Kevin de Bruyne ('82 )

Manchester City er komið aftur á sigurbraut í deild þeirra bestu á Englandi eftir sigur gegn Sheffield United á heimavelli.

Þessi dagur og þessi helgi hefur ekki verið sérstök fyrir dómarastéttina á Englandi. Mikið hefur verið um vafaatriði og hefur notkun VAR á Englandi fengið mikla gagnrýni.

Það voru auðvitað vafaatriði í þessum leik á Etihad-vellinum.

Lys Mousset skoraði fyrsta mark leiksins er hann kom Sheffield United yfir á 29. mínútu. Táin hans virðist hafa verið fyrir innan og fékk markið ekki að standa. hérna má sjá dóminn.

City var mikið meira með boltann í fyrri hálfleiknum, en gerði lítið við hann. Staðan í hálfleik var markalaus.

Snemma í seinni hálfleiknum náðu heimamenn forystunni þegar Sergio Aguero. Gestirnir voru verulega ósáttir með markið þar sem Chris Kavanagh, dómari leiksins, þvældist fyrir þeim í aðdragandanum. Markið var skoðað í VAR, en það var metið sem svo að þáttaka hans í markinu hefði ekki verið nægileg til að dæma það af.

Markið má sjá hérna.

Á 82. mínútu komst City í 2-0 þegar Kevin de Bruyne skoraði eftir samleik við Riyad Mahrez. Billy Sharp var ekki langt frá því að laga stöðuna fyrir Sheffield United undir lokin, en skalli hans fór í stöngina.

Lokatölur 2-0 fyrir City sem er áfram í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi frá Leicester. Þetta er fyrsta tap Sheffield United, sem er í áttunda sæti, á útivelli í deildinni á tímabilinu.

City fer 14 stigum á eftir Liverpool inn í árið 2020, en Liverpool á einnig leik til góða.
Athugasemdir
banner