Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. desember 2019 12:54
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sverrir Ingi á leið til Ítalíu? - Fiorentina búið að bjóða í hann
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef eitthvað er að marka frétt gríska fjölmiðilins To10.gr frá því í gærkvöldi þá gæti íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason verið á leið í ítalska boltann.

Íslendingavaktin greindi fyrst frá hér á landi. Sverrir Ingi leikur með PAOK í Grikklandi og hefur verið að spila frábærlega sem hefur greinilega vakið athygli.

Tilboðið sem kom frá Ítalíu er frá Fiorentina og er talið hljóða upp á 4,5 milljónir evra, talið er að PAOK vilji fá meira fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Sverrir er í toppbaráttu með PAOK í Grikklandi, Fiorentina er hins vegar ekki í jafn góðum málum í ítölsku úrvalsdeildinni, þeir sitja í 15. sæti.


Athugasemdir
banner
banner